Eldstöðin lætur lítið yfir sér

Við Brúardal hefur verið sett miðstöð fyrir vísindamenn, fréttamenn og …
Við Brúardal hefur verið sett miðstöð fyrir vísindamenn, fréttamenn og aðra viðbragsaðila. mbl.is/Eggert

Eldstöðin í Holuhrauni, þar sem gos hófst í nótt, lætur lítið yfir sér þessa stundina að sögn fréttamanns mbl.is sem nú er staddur á Vaðöldu rétt austan við Öskju. Hann segist vera í um það bil 50 km fjarlægð frá gosstöðvunum. 

Hann segir að gufa sjáist stíga til himins en ekki sé um mikla gufu að ræða. Þá segir hann að svo virðist sem mikið sandfok sé í kringum eldstöðina.

Líkt og fram hefur komið, hófst sprungugos norður af Dyngju­jökli, nyrst í Holu­hrauni, um miðnætti. Gosið stóð yfir í nokkrar klukkustundir.

Fyrstu myndir úr TF-SIF sýndu að sprungan væri um 900 metra löng og um 5 km frá Dyngjujökli. TF-SIF fór í loftið klukkan 9:30 með vísindamenn og almannavarnir til að kanna gosið í Holuhrauni.

Lítið haftasvæði flugs við eldstöðina sem sett var í nótt var fellt niður. Engar flugtakmarkanir gilda lengur vegna gossins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert