Niðursveifla í laxveiði um 52%

Fæstir hafa verið fisknir í ár.
Fæstir hafa verið fisknir í ár. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Sveiflurnar á milli ára eru orðnar miklu örari og það er mjög óvenjulegt,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, um veiðisumarið 2014.

Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga er niðursveiflan rúm fimmtíu og tvö prósent milli ára en heildaraflinn hefur fallið úr 35.107 löxum í 16.800.

„Venjulega fengum við nokkur góð ár og lakari þar á eftir en þetta er óvenjulegt,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Og bætir við að veiðin í fyrra hafi verið óvenjugóð og þar með einnig komið á óvart eftir lélega veiði árið 2012. „Þetta er nýtt ástand sem við höfum ekki séð áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert