Björgunarsveitarmenn elta trampólín

Mjög hvasst var á Suðunesjunum í morgun.
Mjög hvasst var á Suðunesjunum í morgun. Ljósmynd/Einar Guðberg Gunnarsson

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið að störfum vegna óveðursins sem gengur yfir landið. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var ræst um klukkan 04.00 í nótt og Björgunarsveitin Suðurnes um klukkan 08.00.

Í báðum tilvikum var um hefðbundin óveðursútköll að ræða; fjúkandi trampólín og lausir þakkantar, en engin stór atvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert