Innkalla peysur vegna kyrkingahættu

Verslunin Snilldarbörn hefur innkallað tvær tegundir af hettupeysum sökum þess að böndin í hettunum eru ekki í samræmi við lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Önnur er af gerðinni Disney með mynd af Mikka mús og hin er af gerðinni Spunky kids og var seld í setti með buxum.

Þetta kemur fram á vefsvæði Neytendastofu. Þar segir að bönd í hálsmáli barna yngri en 7 ára séu ekki leyfileg vegna hættu á kyrkingu. Því hvetji Neytendastofa þá sem keypt hafa ofangreindar flíkur að snúa sér til Snilldarbarna eða fjarlægja böndin úr hettunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert