Rigning með köflum á landinu

mbl.is/Kristinn

Gert er ráð fyrir suðvestanátt á landinu í kvöld, 8-15 metrum á sekúndu en norðlægri átt norðvestantil á landinu. Sömuleiðis rigningu með köflum, en þurru að kalla austantil.

Hægari vindur og úrkomuminna verður á morgun, en suðaustanátt og síðar norðaustan 5-10 og rigning syðst seinnipartinn og víða um land annað kvöld. Síst norðantil. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austanlands, en kólnar norðantil á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert