FSÍ stofnar 30 milljarða Hagvaxtarsjóð

Lífeyrissjóðir munu fara fyrir langstærstum hluta í sjóðnum.
Lífeyrissjóðir munu fara fyrir langstærstum hluta í sjóðnum. mbl.is/Styrmir Kári

Nýr fjárfestingasjóður í eigu lífeyrissjóða, sem hefur fengið heitið Hagvaxtarsjóður Íslands, verður stofnaður á haustmánuðum.

Verður sjóðurinn 30 milljarðar króna að stærð til að byrja með og rekinn af Framtakssjóði Íslands (FSÍ), að því er fram kemur í Viðskiptamogganum í dag.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að sjóðurinn muni einkum horfa til þess að fjárfesta í gjaldeyrisskapandi verkefnum. Fjárfestingar sjóðsins ættu því að styðja við áform um losun hafta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert