Mun berjast barnanna vegna

Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána ...
Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána og Kristófer Dag sem er yngstur þeirra bræðra.
„Ég er staddur hérna í bankanum að fara að grátbiðja þá um að leyfa mér að fá allavega viku í viðbót,“ segir Arkadiuz K. Kujoth þegar blaðamaður nær af honum tali. Húsið sem Arkadiuz býr í ásamt konu sinni, Lindu Steinunni Guðgeirsdóttur og þremur börnum þeirra sem eru fjögurra mánaða, tveggja og sex ára, var selt síðastliðinn mánudag og hefur þeim verið gert að afhenda húslyklana næsta mánudag, þann 15. september. 

Fjölskyldan unga hefur leigt húsnæðið en Arkadiuz, sem jafnan er kallaður Arek, reyndi að kaupa það þegar eignin fór á nauðungarsölu. Bauð hann þrjár milljónir en Landsbankinn bauð fimm og Arek gat ekki boðið betur.

„Svo fengum við ekki að vita neitt meira fyrr en við fengum bréf í ábyrgðarpósti síðastliðinn mánudag frá bankanum þar sem segir að við þurfum að skila lyklunum fyrir fjögur þar sem bankinn vill rýma húsið. Ég hringdi og spurði hvort það væri möguleiki að fá að halda áfram að leigja það en svarið var nei,“ segir Arek. Hann segir Landsbankann vilja selja húsnæðið en bendir á að mörg hús standi auð í Þorlákshöfn og seljist ekki. 

Ættu ekki að geta lifað á tekjunum

Arek hefur um 198.000 krónur í laun eftir skatt á mánuði. Linda er atvinnulaus en hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fær ekki framfærslu frá sveitarfélaginu þar sem þau eru skráð í sambúð og ætlast er til að laun Areks nægi fjölskyldunni. Þar sem þau búa í litlu sveitarfélagi hefur þeim einnig verið tjáð að þau muni ekki komast upp með að skrá sig úr sambúð enda viti starfsmenn sveitarfélagsins að þau búa saman. Þau fá sérstakar húsaleigubætur og auk launa Areks eru þær einu ráðstöfunartekjurnar sem fjölskyldan hefur úr að spila. „

Við fórum í fjármálaráðgjöf þar sem okkur var sagt að við ættum hreinlega ekki að geta lifað á þeim tekjum sem við höfum en við erum samt búin að gera það síðustu tvö árin.“

Þegar 

Arek fór að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir fjölskyldu sína kom í ljós að afar lítið væri á boði á leigumarkaðinum. Hann fann þó eina íbúð sem hentaði en heildarkostnaður við að flytja inn í hana, með tryggingu, var 600 þúsund krónur. Arek sóttist eftir láni frá Landsbankanum en var neitað. „Útibússtjórinn í Þorlákshöfn sagði að hann gæti því miður ekki aðstoðað okkur þó ég segðst geta útvegað helminginn af tryggingunni.“ 

Arek telur sig hafa fullreynt öll úrræði. Hjá íbúðalánasjóði fékk hann þær upplýsingar að hann gæti mest tekið lán upp á fimm milljónir en hann telur sig hafa lært af biturri reynslu að bankarnir muni ávallt yfirbjóða þá upphæð. Þegar hann leitaði til sveitarfélagsins var honum tjáð að þar væri ekkert hægt að gera fyrir fjölskylduna og þegar hann að endingu leitaði til barnaverndarnefndar mætti honum velvilji en ráðaleysi. 

Þurfa að sofa í sendibíl

„Við erum á dauðapunktinum,“ segir Arek. „Foreldrar mínir eru búnir að bjóða okkur að flytja inn hjá sér en í því tveggja herbergja einbýlishúsi býr líka bróðir minn. Það er áfall fyrir börnin að fara að troðast með okkur í einu herbergi.“ Hann segir það eina í stöðunni vera að láta börnin sofa hjá foreldrunum og að hann og Linda Steinunn sofi þá í sendibíl sem þau geti fengið að láni. 

„Við yrðum heimilislaus og það er enginn sem getur komið til móts við okkur. Það er skylda sveitarfélagsins að bjarga svona málum, við erum fjölskylda í neyð en þau segjast ekki geta aðstoðað okkur þrátt fyrir að ég segi þeim að við munum lenda á götunni,“ segir 

Arek.

„Ég er ráðalaus, ég finn enga lausn en ég mun berjast þangað til ég næ einhverjum árangri. Ég neita að yfirgefa húsið fyrr en ég fæ annað húsnæði, ég veit ég á ekki séns en ég mun gera það barnanna vegna,“ heldur hann áfram en viðurkennir að ástandið taki sinn toll andlega. „Maður

 er aðeins að brotna niður, ég get þetta ekki endalaust, að geta ekki gefið börnunum manns það sem þau þurfa étur mann að innan.“
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf ...
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf að flytja út á mánudag að óbreyttu.
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá ...
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá því hann var hvolpur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslageymslu

21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir

15:02 Hrein eign fólks yfir 67 ára aldri var rúmlega 40 milljónir króna að meðaltali árið 2016. Í kjölfar ummæla Brynjars Níelssonar hafði blaðamaður samband við Hagstofuna til þess að fá upplýsingar um málið. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

„Þetta er klárlega barningur“

14:53 „Markmiðið núna er að eftir 50 ár verði hlutfall skógar komið upp í 5%,“ hefur New York Times eftir Sæmundi Þorvaldssyni, verkefnisstjóra hjá Skógræktinni, í ítarlegri grein um skógrækt á Íslandi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...