Mun berjast barnanna vegna

Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána ...
Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána og Kristófer Dag sem er yngstur þeirra bræðra.
„Ég er staddur hérna í bankanum að fara að grátbiðja þá um að leyfa mér að fá allavega viku í viðbót,“ segir Arkadiuz K. Kujoth þegar blaðamaður nær af honum tali. Húsið sem Arkadiuz býr í ásamt konu sinni, Lindu Steinunni Guðgeirsdóttur og þremur börnum þeirra sem eru fjögurra mánaða, tveggja og sex ára, var selt síðastliðinn mánudag og hefur þeim verið gert að afhenda húslyklana næsta mánudag, þann 15. september. 

Fjölskyldan unga hefur leigt húsnæðið en Arkadiuz, sem jafnan er kallaður Arek, reyndi að kaupa það þegar eignin fór á nauðungarsölu. Bauð hann þrjár milljónir en Landsbankinn bauð fimm og Arek gat ekki boðið betur.

„Svo fengum við ekki að vita neitt meira fyrr en við fengum bréf í ábyrgðarpósti síðastliðinn mánudag frá bankanum þar sem segir að við þurfum að skila lyklunum fyrir fjögur þar sem bankinn vill rýma húsið. Ég hringdi og spurði hvort það væri möguleiki að fá að halda áfram að leigja það en svarið var nei,“ segir Arek. Hann segir Landsbankann vilja selja húsnæðið en bendir á að mörg hús standi auð í Þorlákshöfn og seljist ekki. 

Ættu ekki að geta lifað á tekjunum

Arek hefur um 198.000 krónur í laun eftir skatt á mánuði. Linda er atvinnulaus en hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fær ekki framfærslu frá sveitarfélaginu þar sem þau eru skráð í sambúð og ætlast er til að laun Areks nægi fjölskyldunni. Þar sem þau búa í litlu sveitarfélagi hefur þeim einnig verið tjáð að þau muni ekki komast upp með að skrá sig úr sambúð enda viti starfsmenn sveitarfélagsins að þau búa saman. Þau fá sérstakar húsaleigubætur og auk launa Areks eru þær einu ráðstöfunartekjurnar sem fjölskyldan hefur úr að spila. „

Við fórum í fjármálaráðgjöf þar sem okkur var sagt að við ættum hreinlega ekki að geta lifað á þeim tekjum sem við höfum en við erum samt búin að gera það síðustu tvö árin.“

Þegar 

Arek fór að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir fjölskyldu sína kom í ljós að afar lítið væri á boði á leigumarkaðinum. Hann fann þó eina íbúð sem hentaði en heildarkostnaður við að flytja inn í hana, með tryggingu, var 600 þúsund krónur. Arek sóttist eftir láni frá Landsbankanum en var neitað. „Útibússtjórinn í Þorlákshöfn sagði að hann gæti því miður ekki aðstoðað okkur þó ég segðst geta útvegað helminginn af tryggingunni.“ 

Arek telur sig hafa fullreynt öll úrræði. Hjá íbúðalánasjóði fékk hann þær upplýsingar að hann gæti mest tekið lán upp á fimm milljónir en hann telur sig hafa lært af biturri reynslu að bankarnir muni ávallt yfirbjóða þá upphæð. Þegar hann leitaði til sveitarfélagsins var honum tjáð að þar væri ekkert hægt að gera fyrir fjölskylduna og þegar hann að endingu leitaði til barnaverndarnefndar mætti honum velvilji en ráðaleysi. 

Þurfa að sofa í sendibíl

„Við erum á dauðapunktinum,“ segir Arek. „Foreldrar mínir eru búnir að bjóða okkur að flytja inn hjá sér en í því tveggja herbergja einbýlishúsi býr líka bróðir minn. Það er áfall fyrir börnin að fara að troðast með okkur í einu herbergi.“ Hann segir það eina í stöðunni vera að láta börnin sofa hjá foreldrunum og að hann og Linda Steinunn sofi þá í sendibíl sem þau geti fengið að láni. 

„Við yrðum heimilislaus og það er enginn sem getur komið til móts við okkur. Það er skylda sveitarfélagsins að bjarga svona málum, við erum fjölskylda í neyð en þau segjast ekki geta aðstoðað okkur þrátt fyrir að ég segi þeim að við munum lenda á götunni,“ segir 

Arek.

„Ég er ráðalaus, ég finn enga lausn en ég mun berjast þangað til ég næ einhverjum árangri. Ég neita að yfirgefa húsið fyrr en ég fæ annað húsnæði, ég veit ég á ekki séns en ég mun gera það barnanna vegna,“ heldur hann áfram en viðurkennir að ástandið taki sinn toll andlega. „Maður

 er aðeins að brotna niður, ég get þetta ekki endalaust, að geta ekki gefið börnunum manns það sem þau þurfa étur mann að innan.“
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf ...
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf að flytja út á mánudag að óbreyttu.
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá ...
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá því hann var hvolpur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Iðnaðarhúsnæði óskast
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...