Mun berjast barnanna vegna

Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána ...
Parið á þrjá unga drengi þá Guðgeir Þór, Sebastian Mána og Kristófer Dag sem er yngstur þeirra bræðra.
„Ég er staddur hérna í bankanum að fara að grátbiðja þá um að leyfa mér að fá allavega viku í viðbót,“ segir Arkadiuz K. Kujoth þegar blaðamaður nær af honum tali. Húsið sem Arkadiuz býr í ásamt konu sinni, Lindu Steinunni Guðgeirsdóttur og þremur börnum þeirra sem eru fjögurra mánaða, tveggja og sex ára, var selt síðastliðinn mánudag og hefur þeim verið gert að afhenda húslyklana næsta mánudag, þann 15. september. 

Fjölskyldan unga hefur leigt húsnæðið en Arkadiuz, sem jafnan er kallaður Arek, reyndi að kaupa það þegar eignin fór á nauðungarsölu. Bauð hann þrjár milljónir en Landsbankinn bauð fimm og Arek gat ekki boðið betur.

„Svo fengum við ekki að vita neitt meira fyrr en við fengum bréf í ábyrgðarpósti síðastliðinn mánudag frá bankanum þar sem segir að við þurfum að skila lyklunum fyrir fjögur þar sem bankinn vill rýma húsið. Ég hringdi og spurði hvort það væri möguleiki að fá að halda áfram að leigja það en svarið var nei,“ segir Arek. Hann segir Landsbankann vilja selja húsnæðið en bendir á að mörg hús standi auð í Þorlákshöfn og seljist ekki. 

Ættu ekki að geta lifað á tekjunum

Arek hefur um 198.000 krónur í laun eftir skatt á mánuði. Linda er atvinnulaus en hefur fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fær ekki framfærslu frá sveitarfélaginu þar sem þau eru skráð í sambúð og ætlast er til að laun Areks nægi fjölskyldunni. Þar sem þau búa í litlu sveitarfélagi hefur þeim einnig verið tjáð að þau muni ekki komast upp með að skrá sig úr sambúð enda viti starfsmenn sveitarfélagsins að þau búa saman. Þau fá sérstakar húsaleigubætur og auk launa Areks eru þær einu ráðstöfunartekjurnar sem fjölskyldan hefur úr að spila. „

Við fórum í fjármálaráðgjöf þar sem okkur var sagt að við ættum hreinlega ekki að geta lifað á þeim tekjum sem við höfum en við erum samt búin að gera það síðustu tvö árin.“

Þegar 

Arek fór að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir fjölskyldu sína kom í ljós að afar lítið væri á boði á leigumarkaðinum. Hann fann þó eina íbúð sem hentaði en heildarkostnaður við að flytja inn í hana, með tryggingu, var 600 þúsund krónur. Arek sóttist eftir láni frá Landsbankanum en var neitað. „Útibússtjórinn í Þorlákshöfn sagði að hann gæti því miður ekki aðstoðað okkur þó ég segðst geta útvegað helminginn af tryggingunni.“ 

Arek telur sig hafa fullreynt öll úrræði. Hjá íbúðalánasjóði fékk hann þær upplýsingar að hann gæti mest tekið lán upp á fimm milljónir en hann telur sig hafa lært af biturri reynslu að bankarnir muni ávallt yfirbjóða þá upphæð. Þegar hann leitaði til sveitarfélagsins var honum tjáð að þar væri ekkert hægt að gera fyrir fjölskylduna og þegar hann að endingu leitaði til barnaverndarnefndar mætti honum velvilji en ráðaleysi. 

Þurfa að sofa í sendibíl

„Við erum á dauðapunktinum,“ segir Arek. „Foreldrar mínir eru búnir að bjóða okkur að flytja inn hjá sér en í því tveggja herbergja einbýlishúsi býr líka bróðir minn. Það er áfall fyrir börnin að fara að troðast með okkur í einu herbergi.“ Hann segir það eina í stöðunni vera að láta börnin sofa hjá foreldrunum og að hann og Linda Steinunn sofi þá í sendibíl sem þau geti fengið að láni. 

„Við yrðum heimilislaus og það er enginn sem getur komið til móts við okkur. Það er skylda sveitarfélagsins að bjarga svona málum, við erum fjölskylda í neyð en þau segjast ekki geta aðstoðað okkur þrátt fyrir að ég segi þeim að við munum lenda á götunni,“ segir 

Arek.

„Ég er ráðalaus, ég finn enga lausn en ég mun berjast þangað til ég næ einhverjum árangri. Ég neita að yfirgefa húsið fyrr en ég fæ annað húsnæði, ég veit ég á ekki séns en ég mun gera það barnanna vegna,“ heldur hann áfram en viðurkennir að ástandið taki sinn toll andlega. „Maður

 er aðeins að brotna niður, ég get þetta ekki endalaust, að geta ekki gefið börnunum manns það sem þau þurfa étur mann að innan.“
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf ...
Fjölskyldan býr nú í Heinabergi 8 í Þorlákshöfn en þarf að flytja út á mánudag að óbreyttu.
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá ...
​Arek og Linda ásamt Ísaki sem hefur fylgt fjölskyldunni frá því hann var hvolpur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Hitakútar
Amerísk gæða framleiðsla. 30-450 lítrar. umboðsmenn um land allt. Rafvörur, Dal...
Bækur til sölu
Eylenda 1-2, Úlfljótur ‘47-’70. ib, Grettissaga 1946, Sagnahver Bj. Bj., Viðfi...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...