Í mörg horn að líta í risarekstri

Lárus Ásgeirsson í kæligeymslu Almarai sem geymir um 50 þúsund …
Lárus Ásgeirsson í kæligeymslu Almarai sem geymir um 50 þúsund kjúklinga. Vörunni er ekið í 500 kældum bílum til viðskiptavina.

Það er í mörg horn að líta hjá Lárusi Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra kjúklingadeildar fyrirtækisins Almarai í Sádi-Arabíu. Það er stærsta matvælafyrirtæki í Mið-Austurlöndum.

Fyrirtækið getur framleitt allt að 550 þúsund kjúklinga á dag og í kjúklingadeildinni starfa um 3.500 manns. Lárus hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir rúmu ári, en áður starfaði hann hjá Marel, Sjóvá og Icelandic Group.

Almarai er einnig stórtækt í mjólkurframleiðslu og vinnslu á mjólkurafurðum. Það rekur fimmtán risabú með um 130 þúsund mjólkandi kýr og eru að lágmarki 7.500 kýr á hverju búi. Hey til að fóðra skepnurnar í eyðimörkinni er meðal annars flutt inn frá Argentínu og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í viðtali við Lárus um umsvif þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert