Jarðskjálftum heldur fækkað

Veðurstofa Íslands

Mælst hafa um tuttugu jarðskjálftar á umbrotasvæðinu við norðanverðan Vatnajökul í nótt og hefur þeim því heldur fækkað miðað við síðustu nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 

Jarðskjálftarnir mældust á svipuðum slóðum og síðustu daga. Það er í Bárðarbungu, í ganginum bæði nyrst og undir Dyngjujökulssporðinum og nokkrir sömuleiðis við Herðubreiðartögl. Stærstu skjálftarnir urðu rétt fyrir miðnætti við Bárðarbungu og var sá stærsti 4,7.

Þá er virkni á gosstöðvunum svipuð og í gær eftir því sem best verður séð á vefmyndavélum í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert