Varað við hvassviðri vestanlands

Hvassviðri.
Hvassviðri. Kristinn Ingvarsson

Spáð er hvössum S- og SSA-vindi vestantil  á landinu samfara hlýindum. Við þær aðstæður geta hnútar af bröttum fjöllum orðið snarpir, eða um og yfir 35 metrar á sekúndu. Vegagerðin sér því ástæðu til að vara vegfarendur, sérstaklega með aftanívagna, við hvassviðrinu.

Einkum er bent á norðanvert Snæfellsnes í þessu tilliti, frá því snemma sunnudagsmorguns, einkum frá Berserkjahrauni út undir Fróða.  Á Vestfjörðum s.s. við Hnífsdal og við Arnardal utan Súðavíkur frá því um miðjan morgun. Undir Hafnarfjalli mögulega einnig fyrir hádegi. 

Vindur gengur ekki niður á þessum slóðum fyrr en  sunnudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert