Breyttar reglur í Morfís

Frá keppni í Morfís.
Frá keppni í Morfís. mbl.is/Golli

Eftir breytingar sem gerðar hafa verið á lögum Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, Morfís, geta keppendur, þjálfarar og dómarar átt á hættu að verða vísað frá keppni geri þeir sig seka um óæskilega hegðun annaðhvort fyrir eða í keppni.

„Við erum með þessum lagabreytingum að reyna að fyrirbyggja óæskilega framkomu þátttakenda eins og þá sem kom upp á síðasta vetri,“ segir Sólveig Rán Stefánsdóttir, sem situr í stjórn Morfís.

Í febrúar á þessu ári kom upp mál vegna framkomu keppenda Menntaskólans á Ísafirði gagnvart einum keppanda Menntaskólans á Akureyri. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, sendi þá stjórn Morfís formlega kvörtun vegna framkomu liðsmanna MÍ sem hún sagði einkennast af kynferðislegum undirtóni og kvenfyrirlitningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert