Oftar ráðist á lögreglumenn

Lögreglumenn að störfum.
Lögreglumenn að störfum. mbl.is/Ómar

Átta tilvik voru skráð í ágúst þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi og hefur slíkum tilvikum fjölgað um tuttugu prósent það sem af er ári miðað við meðaltal síðustu þriggja ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Alls bárust Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 363 tilkynningar um þjófnað í ágúst. Ekki hafa borist eins margar tilkynningar um þjófnað í einum mánuði það sem af er ári. Fjölgunina má helst rekja til fleiri innbrota, sérstaklega á heimili. Tilkynnt var um 106 innbrot í ágúst, þar af 37 á heimili.Tilkynnt innbrot eru þó um 20% færri það sem af er ári miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára.

Fíkniefnabrotum fjölgar lítillega á milli mánaða, eða um 5%. Fjölgunin er hinsvegar meiri, eða um 43%, ef litið er til fjölda fíkniefnabrota það sem af er ári í samanburði við meðaltal síðustu þriggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert