Báðir prestarnir hætta

Í Hallgrímskirkju.
Í Hallgrímskirkju. mbl.is/Ómar Óskarsson

Auglýst hafa verið laus til umsóknar störf sóknarprests og prests í Hallgrímsprestakalli.

Embætti sóknarprests er laust frá 1. nóvember 2014 og embætti prests frá 1. apríl 2015. Í Morgunblaðinu í dag segir að ástæðan sé sú að Birgir Ásgeirsson prestur lætur af störfum sökum aldurs en hann verður 70 ára á næsta ári.

Jón Dalbú Hróbjartsson, sem gegnir starfi sóknarprests, ákvað að segja starfi sínu lausu í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert