Ístaki verður skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki

Starfsmenn Ístaks fagna áfanga í jarðgangagerð í Noregi.
Starfsmenn Ístaks fagna áfanga í jarðgangagerð í Noregi. mbl.is/Ístak

Ístaki verður skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki sem munu halda utan um starfsemi verktakafyrirtækisins í Noregi og á Íslandi. Yfir 70% af um 16,6 milljarða heildarveltu Ístaks 2013 voru vegna verkefna í Noregi.

Með skipulagsbreytingunum vonast Landsbankinn, sem á allt hlutafé Ístaks, til að auðveldara verði að selja fyrirtækið nýjum eigendum. Landsbankinn tók yfir Ístak þegar þáverandi móðurfélag þess – Pihl & Søn – var tekið til gjaldþrotaskipta í lok ágúst 2013.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kolbeinn Kolbeinsson, núverandi framkvæmdastjóri Ístaks, að aðalmarkmið sé að koma á fót skýrari einingum utan um reksturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert