Lagt í loðnuleiðangur

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson siglir út Eyjafjörð í gær eftir klössun …
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson siglir út Eyjafjörð í gær eftir klössun í Slippnum á Akureyri. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Eftir 10 daga viðhald og klössun í Slippnum á Akureyri hélt rannsóknaskipið Árni Friðriksson í gær til loðnurannsókna. Reiknað er með að leiðangurinn geti staðið í allt að þrjár vikur og er verkefnið tvíþætt.

Annars vegar verður stærð veiðistofns loðnunnar á komandi vertíð metinn og hins vegar magn ársgamallar loðnu sem ber uppi veiðina veturinn 2015/16.

Í leiðangrinum verður byrjað að svipast um við landgrunnskantinn úti fyrir Norðurlandi og verður farið eins austarlega og þörf verður á. Síðan verður farið með landgrunnsbrúninni vestur á bóginn í átt að Austur-Grænlandi eins langt og þarf. Þaðan vinnur skipið sig suður á bóginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert