Reyndi að tæla drengi upp í bíl

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Maður reyndi að tæla tvo unga drengi upp í bíl sinn við verslunina Nóatún í Nóatúni í gær. Þeir eru nemendur í Háteigsskóla og sendi skólastjóri skólans foreldrum tölvupóst í dag þar sem hann greindi frá atvikinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er lítið hægt að aðhafast í málinu en drengirnir áttu erfitt með að lýsa manninum og bíl hans. 

„Um er að ræða tvo drengi á yngsta stigi sem voru saman hjá versluninni Nóatúni í Nóatúni síðdegis í gær. Maður í bíl reyndi að fá drengina í bílinn til sín með loforði um sælgæti. Drengirnir afþökkuðu strax og drifu sig þegar heim á hlaupahjólunum sínum. Lögregla var kölluð til og gátu drengirnir gefið greinargóða lýsingu á manninum og bílnum. Málið er í rannsókn,“ segir m.a. í tölvupóstinum.

Að sögn lögreglunnar voru lögreglumenn kallaðir á staðinn en þar sem drengirnir gátu ekki lýst bílnum og höfðu ekki númer hans var því miður lítið hægt að gera í málinu. Maðurinn fannst ekki og hefur leit að honum verið hætt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert