Björgunaraðgerðir endurmetnar

Varðskipið Þór reyndi að toga í Green Freezer fyrr í …
Varðskipið Þór reyndi að toga í Green Freezer fyrr í dag en án árangurs. mbl.is/Albert Kemp

Landhelgisgæslan vinnur nú að endurmati björgunaraðgerða á strandstað flutningaskipsins Green Freezer sem strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudagskvöld. Dráttartaug varðskipsins Þórs slitnaði í hádeginu þegar komið var yfir 100 tonna átak á tauginni og er því ljóst að skipið situr mjög fast á strandsstað.

Þessi staða undirstikar að áætlanir um að nota hafsögubát við aðgerðina voru ekki raunhæfar, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

 Sem fyrr segir er nú unnið um borð í varðskipinu Þór að endurmati aðgerða í samráði við aðra viðbragðsaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert