Ekki óskað eftir björgunarmönnum

Flutningaskipið Green Freezer á strandstað við Fáskrúðsfjörð.
Flutningaskipið Green Freezer á strandstað við Fáskrúðsfjörð. mbl.is/Albert Kemp

Ekki var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eða björgunarsveita í gær við björgun Green Freezer í Fáskrúðsfirði.

Til stóð að hafnsögu- og dráttarbáturinn Vöttur drægi skipið út en ekki var útlit fyrir að af því yrði í gærkvöldi. Óvissa ríkti um framhaldið.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Umhverfisstofnunar fóru austur í fyrrakvöld, eftir að skipið strandaði við Eyri, og varðskipið Þór kom þangað í gærkvöldi. Útgerð skipsins og tryggingafélag óskuðu ekki eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Gæslumenn hafa áfram eftirlit með mengun og viðbúnaði. Varðskipið lónaði úti fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert