Hópslagsmál í Kópavogi

Tilkynnt var um hópslagsmál en málið þó skráð sem umferðaróhapp.
Tilkynnt var um hópslagsmál en málið þó skráð sem umferðaróhapp. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tilkynnt um hópslagsmál í vesturbæ Kópavogs um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Tilkynnandi sagði bifreiðar á vettvangi og eini bifreiðinni ekið á fólk. Málið var skráð sem umferðaróhapp í dagsbók lögreglu en málsatvik liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Einn maður handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis/fíkniefna og akstur án réttinda, en hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Maðurinn er vistaður í fangageymslu meðan ástand lagast og hægt verður að ræða við hann.

Þá var bifreið stöðvuð rétt eftir miðnætti í gærkvöldi í Kópavogi. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og bifreiðin ótryggð, númer því tekin af bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert