Hugleiðslan bjargaði heilsunni

Linda Rós glímdi við kvíða og vanlíðan frá barnæsku.
Linda Rós glímdi við kvíða og vanlíðan frá barnæsku.

Linda Rós Helgadóttir barðist við kvíða í meira en 20 ár en eftir að hafa kynnst hugleiðslu og þolæfingum varð lífshamingjan loksins ofan á í baráttunni. 

„Frá barnæsku glímdi ég við kvíðatilfinningu og vanlíðan sem henni fylgir,“ segir Linda Rós Helgadóttir, sem ljómaði af lífsgleði þegar hún settist niður til að ræða um baráttu sína við kvíðann og ekki var að sjá á henni að kvíðapúkinn hefði nokkurn tímann plagað hana. Sjálf segir hún ásýnd ekki segja alla söguna og mikill og viðvarandi kvíði sé ekki eins sýnilegur, eða samþykktur, sjúkdómur og margir aðrir.

„Það má ekki gleyma því að kvíði og þunglyndi hefur orðið banamein alltof margra. Áhyggjur og kvíði heimsækja flest okkur einhvern tímann á lífsleiðinni og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og kvíða af og til enda eðlilegur hluti af lífi hvers manns. Hræðsla, óróleiki og spenna eru t.d. tilfinningar sem kunna að vera hjálplegar því þær bæði vara okkur við og gera okkur kleift að bregðast við ógn og hættum,“ segir Linda en bendir svo á að hjá sumum nái þessar sömu tilfinningar tökum á sálarlífinu og verði jafnvel óbærilegur hluti af lífi fólks.

„Hjá mér olli kvíðinn mikilli vanlíðan, hann var með mér alla daga og frá ellefu ára aldri langaði mig meira til að deyja en lifa.“

Læknaheimsóknir og lyf hjálpuðu ekki

Nærvera Lindu er smitandi, hún er lífsglöð, brosmild og ljómar af gleði og krafti. Það er ótrúlegt að fyrir aðeins örfáum árum hafi hún frekar viljað deyja en lifa.

„Ég var búin að leita til fjölda lækna og vera á ýmsum lyfjum en það dugði skammt. Kvíðinn fór ekkert og vanlíðanin sem fylgdi honum ekki heldur.“ Lækning Lindu reyndist því ekki vera í lyfjaglösum eða læknaheimsóknum. Eitthvað annað og meira þurfti að koma til.

„Í mínu tilviki var það þolþjálfun, hugleiðsla og hugræn atferlismeðferð sem kom mér á rétta braut,“ segir Linda en henni var bent á að þolæfingar, þar sem púlsinum er náð vel upp, gætu hjálpað í baráttunni við kvíða og þunglyndi.

„Ég er með hálfgerða fullkomnunaráráttu og mér finnst ég þurfa að gera allt mjög vel. Fór því í ræktina 36 sinnum á einum mánuði á 26 þolæfingar og 10 hot yoga-tíma og náði púlsinum vel upp á þolæfingunum. Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar ég kom heim af síðustu æfingunni og lá uppi í sófa; í fyrsta sinn í 20 ár langaði mig meira að lifa en deyja,“ segir Linda en endurkynnin við lífslöngunina leiddu hana næst að hugleiðslunni.

Hugleiðslan lykillinn að því að róa hugann

Allir sem kynnst hafa hugleiðslu þekkja áhrifamátt hennar og ferðalagið inn á við. Það getur reynst mörgum erfitt í byrjun en þegar ró kemst á hugann verður ferðalagið vel þess virði. „Hugleiðslan kenndi mér að átta mig betur á hugsununum í kollinum á mér. Ég get lent í vítahring hugsana þar sem minnsta gagnrýni frá sjálfri mér eða öðrum vindur upp á sig. Með hugleiðslunni tekst mér að takast á við þessar hugsanir og róa hugann.“

Til að byrja með hugleiddi Linda daglega en segist í dag hafa dregið örlítið úr því en hugleiði þó reglulega. „Ég gef mér alltaf tíma af og til í hugleiðsluna þótt ég hugleiði ekki daglega lengur. Hins vegar eiga allir að geta fundið nokkrar mínútur á dag til að hugleiða og það er sérstaklega mikilvægt að finna þessar mínútur þegar kvíði, stress og vanlíðan hellast yfir mann. Þú þarft ekki að vera búddamúnkur til að hugleiða, sjálf leggst ég bara upp í rúm og tæmi hugann.“

Í dag segist Linda gefa lífinu meiri gaum, hún skynjar umhverfi sitt betur og nýtur augnabliksins. „Hversu oft förum við út að ganga og tökum ekki eftir umhverfi okkar, gróðrinum eða fuglalífinu í kringum okkur, vegna þess að hugurinn er einhvers staðar annars staðar? Það getur verið góð hugleiðsla að fara út að ganga og upplifa umhverfi sitt og augnablikið sem við lifum í.“ Linda segist hafa lifað í litlum þægindahring og kvíðinn hafi stjórnað henni en í dag er lífið allt öðruvísi.

„Ég var hrædd við allt nýtt og í staðinn fyrir að gera það sem mig langði að gera lét ég kvíðann stjórna mér og var bara heima, kunni á tímabili sjónvarpsdagskrána utan að. En í dag er þægindahringurinn orðinn miklu stærri og tímanum sem ég eyddi fyrir framan sjónvarpið er nú eytt í að lifa lífinu og ástunda andlega, félagslega og líkamlega rækt.“

Innlent »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Aukin framlög til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...