„Við skuldum ennþá mjög mikið“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef áhyggjur af ríkisfjármálunum almennt. Mér finnst okkur ekki ganga nógu vel að forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og sé eftir þeim fjármunum sem fara í annað,“segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, um tillögur Sigurðs Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að greiða þeim starfsmönnum sem flytjast norður með Fiskistofu þriggja milljóna króna styrki.

Í Vikulokunum á Rás 1 á laugardag sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, slíka styrki brjóta gegn jafnræðisreglu og að ekki mætti skapa galin fordæmi. 

Guðlaugur segist vilja að starfsfólk Fiskistofu fái aukið valfrelsi um starfsstöðvar enda séu mörg störf þess eðlis að ekki þurfi að sinna þeim frá einhverjum ákveðnum stað.

Hann segist ekki hafa skoðað tillögur ráðherra um styrki sérstaklega en að leggja verði áherslu á að forgangsraða í ríkisfjármálum. „Við skuldum ennþá mjög mikið og við erum ekki að fara að greiða þær skuldir núna að öllu óbreyttu. Við sjáum líka fram á ný útgjöld vegna breyttrar aldurssamsetningar og því tel ég að forgangsröðun eigi að vera grunnstefið í allri okkar vinnu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert