Taki að sér verkefni í atvinnuleit

mbl.is/Eggert

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar hafa lagt fram tillögu þess efnis að reglum um fjárhagsaðstoð verði breytt. Breytingarnar feli í sér að meiri áhersla verði lögð á þá skyldu atvinnuleitenda að taka að sér verkefni á meðan á leitinni stendur en eiga annars ekki rétt til fjárhagsaðstoðar.

„Rannsóknir benda til að skilyrðingar af þessu tagi hafi ótvíræð áhrif við að hvetja til atvinnuleitar og virkrar þátttöku,“ segir í tillögunni og einnig að kostnaður vegna fjárhagsaðstoðar hafi numið tæpum þremur milljörðum króna á síðasta ári og líklegt sé að sú tala hækki milli ára.

Sjálfstæðismenn telja mikilvægt að „beina þessum hópi inn í virkniverkefni af alls kyns tagi til að viðhalda virkni og auka líkurnar á því að fólk komist aftur út á vinnumarkaðinn.“ Tekið er sérstaklega fram að reglan ætti ekki að ná yfir þá sem eru sjúklingar og njóta fjárhagsaðstoðar sem slíkir.

Afgreiðslu tillögunar var frestað á síðasta fundi ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert