Féllu í sprungu við Þríhnjúkagíg

Fjölmennt björgunarlið er komið á svæðið en slysið átti sér …
Fjölmennt björgunarlið er komið á svæðið en slysið átti sér stað í sprungu við leiðina að Þríhnjúkagíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sérhæft fjallabjörgunarfólk frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan 11:30 þegar tilkynning barst um slasað fólk í sprungu við Þríhnúkagíg í Bláfjöllum. Talið er að tvær manneskjur hafi fallið um 20-30 m. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og hefur hún nú, kl. 12.35, flutt einn slasaðan mann á Landspítalann í Fossvogi. Þá var þyrla frá Norðurflugi einnig kölluð út sem og sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum Landsbjargar.

Ljósmyndari mbl.is, Eggert Jóhannesson, er staddur á vettvangi. Hann segir fjölmarga björgunarsveitarmenn, lögreglumenn og sjúkraflutningamenn á svæðinu. Nokkur leið er frá Bláfjallavegi að vettvangi slyssins.

Þríhnjúk­ar eru ofan við Heiðmörk um 20 km suðaust­ur af höfuðborg­ar­svæðinu í átt að Bláfjöll­um. Þeir eru inn­an Bláfjalla­fólksvangs og til­heyra lög­sögu Kópa­vogs. Þangað er um 25 mín­útna akst­ur frá Reykja­vík.

Gíg­ur­inn er kviku­hólf eld­stöðvar sem gaus fyr­ir 3-4 þúsund árum. Áformað er að leggja veg frá Skíðasvæðinu í Bláfjöll­um um 2,5 km í átt að Þríhnjúkagíg þar sem ráðgert er að byggja aðkomu­bygg­ingu inn í hraunstafn um 300 metra frá gígn­um. Þaðan liggi jarðgöng inn í gíg­hvelf­ing­una miðja.

Uppfært kl. 13.36:

Fyrstu upplýsingar gáfu til kynna að fólkið hefði fallið tugi metra í gíginn sjálfan en svo reyndist ekki vera heldur féll það í sprungu sem er á milli bílastæðisins og Þríhnúkagígs, 4-8 metra.

Fjöldi björgarsveitarmanna og lögreglumanna á Bláfjallavegi í dag. Nokkrir kílómetrar …
Fjöldi björgarsveitarmanna og lögreglumanna á Bláfjallavegi í dag. Nokkrir kílómetrar eru frá veginum að vettvangi slyssins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Á leið að Þríhnjúkagíg. Mynd úr safni.
Á leið að Þríhnjúkagíg. Mynd úr safni. mbl.is/Eyþór Árnason
Sigið niður í Þríhnjúkagíg í Bláfjöllum.
Sigið niður í Þríhnjúkagíg í Bláfjöllum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fjölmennt björgunarlið er á svæðinu.
Fjölmennt björgunarlið er á svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert