40-50 m/s undir Hafnarfjalli

Mynd úr safni
Mynd úr safni Júlíus Sigurjónsson

Óveður er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það eru allt að 40-50 metrar á sekúndu í hviðum undir Hafnarfjalli og 30-40 m/s, s.s. á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. 

Snarvitlaust veður er víða á Suður- og Vesturlandi en suðaustan-stormurinn gengur austur yfir landið í dag.  Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en upp úr kl. 13 til 14 tekur að ganga niður.

Afar slæmt verður er einnig á Snæfellsnesi, frá Grundarfirði og út fyrir Enni.

Strætó hefur aflýst ferðum milli Reykjavíkur og Borgarness nú í morgunsárið og eins hefur innanlandsflug legið niðri vegna veðursins.

<strong>Leið 57</strong>

- Ferðin kl 9:00 frá Mjódd fer aðeins á Akranes og þaðan til baka til Reykjavíkur kl. 9:50 

<strong>Leið 57</strong>

 - Fer skv. áætlun frá Borgarnesi til Akureyrar. Ófært er á milli Borgarness og Akraness.

Hjá Flugfélagi Íslands er von á næstu upplýsingum um ferðir félagsins í dag klukkan 11:15.

Mjög slæm veðurspá er fyrir næstu daga en búist er við hvassviðri eða stormi næstu daga og talsverðri úrkomu sunnantil á landinu. Víða verða hvassir vindstrengir við fjöll í dag og afleitt ferðaveður á hálendinu. Dregur mjög úr vindi í kvöld, en hvessir aftur á morgun, einkum V-lands, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Undir Hafnarfjalli
Undir Hafnarfjalli Af vef Vegagerðarinnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert