Hver nemandi kostar 1,5 milljón

Hvert skólabarn kostar rúmlega 1,5 milljón
Hvert skólabarn kostar rúmlega 1,5 milljón AFP

Áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er 1.514.722 krónur í september 2014, samkvæmt nýjum útreikningum Hagstofu Íslands.

Hagstofa Íslands hefur reiknað út meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum.

Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2013 reyndist vera 1.453.145 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá árinu 2013 til september 2014 var metin 4,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert