Stormurinn í hámarki á hádegi

Það er mikil rigning og rok víða, m.a. á Vesturlandsvegi …
Það er mikil rigning og rok víða, m.a. á Vesturlandsvegi þar sem þessi mynd er tekin í morgun.

Suðaustan stormur gengur austur yfir landið í dag. Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en upp úr kl. 13 til 14 tekur að ganga niður. 

Í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar segir að allt að 40-50 m/s vindhraði verði í hviðum undir Hafnarfjalli og 30-40 m/s á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. Einnig byljótt á Snæfellsnesi frá Grundarfirði og út fyrir Enni.

Óveður er á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnafjalli, einnig í Kolgrafafirði og í Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri.

Veðurvefur mbl.is

Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar …
Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu sem og víðar í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert