Bankalegar forsendur hafi ráðið för

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku.
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. mbl.is/Eyþór Árnason

Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, hafa rætt saman um ummæli Ólafs í DV þar sem haft var eftir honum að Þórólfur Gíslason, forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, hefði beitt sér gegn því að Mjólka fengi bankalán hjá Landsbankanum.

Ásmundur segir að bankalegar forsendur hafi eingöngu ráðið för við ákvörðun um að hafna lánveitingu. Ólafur segist ekki hafa ástæðu til þess að efast um orð Ásmundar.

„Það er enginn ágreiningur um það hvort það hafi verið bankaleg meðferð á málinu og hann trúir mér alveg með það að engir utanaðkomandi aðilar hafi komið að þessu. Það var einfaldlega ekki unnið þannig að málum í Landsbankanum þegar ég var bankastjóri,“ segir Ásmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert