Kennitöluflakk stór skýring

Skattkröfur eru almennar kröfur en ekki forgangskröfur.
Skattkröfur eru almennar kröfur en ekki forgangskröfur. mbl.is/Ernir

Ein helsta skýring þess hvað gerist þegar skattakröfur ríkissjóðs tapast eða eru afskrifaðar er hið svokallaða kennitöluflakk, þ.e. þegar lögaðilar skipta um auðkenni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Það er þannig meðvituð ákvörðun að skilja kröfur eða hluta krafna eftir í gamla búinu, og hefja sama rekstur að nýju, með nýrri kennitölu. Í Morgunblaðinu á laugardag kom fram að Ríkisendurskoðun segði tapaðar skattkröfur vanáætlaðar í fjárlögum á undanförnum árum og að 60 milljarða skattkröfur hefðu tapast á árunum 2010 til 2012.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir, að iðulega sé kennitöluflakkið ákveðið með samþykki kröfuhafa, að ríki og sveitarfélögum undanskildum. Kröfuhafar, væntanlega í flestum tilvikum viðskiptabankarnir, telji oft meiri von til þess að endurheimta hluta af útistandandi kröfum sínum, með því að samþykkja að rekstraraðili færi reksturinn á nýja kennitölu. Viðskiptabankarnir eigi í mörgum tilvikum veðkröfur í tilteknum eignum, tækjum og tólum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert