72 ofbeldisbrot það sem af er ári

Lögreglustöðin Suðurnesjum.
Lögreglustöðin Suðurnesjum. logregla.is

Veruleg fækkun hefur orðið á ofbeldisbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil á síðasta ári.

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru ofbeldisbrot á fyrstu níu mánuðum ársins samtals 72. Á sama tíma árið 2013 voru þau 100 talsins.

Líkamsárásum (217 gr.) fækkaði milli ára úr 73 málum í 57. Málum er flokkast undir meiri háttar líkamsárás (218.1 gr.) fækkaði úr fimmtán í fjögur og stórfelldum líkamsárásum (218.2 gr.) fækkaði úr tólf í tíu.

Eitt af áhersluverkefnum lögreglunnar á Suðurnesjum í Ársáætlun 2014 er fækkun ofbeldisbrota m.a. með öflugu eftirliti, sýnileika og forvarnarstarfi, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert