„Dágóð hrúga af fiski“

Kleifabergi RE 70.
Kleifabergi RE 70.

„Við erum á Halanum að eltast við ufsa. Nei, það er ekki mikið að hafa, leiðindaveður og ufsinn virðist horfinn. Það fær enginn verðlaun fyrir þessa hörmung fyrsta sólarhringinn í þessum túr,“ sagði Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifabergi RE 70, þegar slegið var á þráðinn til hans í gær.

Hann sagði leiðindaveður á miðunum í umhleypingunum, sem ganga yfir þessa dagana, á milli gerði þó þokkalegt vinnuveður. Hann sagði að skipin væru dreifð á Vestfjarðamiðum og ágætlega hefði gengið hjá þeim sem væru á karfa og gullkarfa. Lítið hefði fengist af ufsa, en margir væru spenntir fyrir að reyna fyrir sér í ufsanum þessa dagana.

„Það gekk ágætlega á ufsanum í fyrra, en núna er hann bara ekki viðlátinn og hvort hann kemur eða hvenær veit maður ekki,“ sagði Víðir. „Ufsinn getur verið fiska leiðinlegastur ef sá gállinn er á honum. Í öðrum tegundum getur verið tregt, en þær hverfa ekki með öllu eins og ufsinn getur gert.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert