Brotin klukka á biskupsstóli

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, við brotnu dönsku klukkuna.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, við brotnu dönsku klukkuna. mbl.is/RAX

Næðingurinn lék um kirkjuklukkurnar í turni Skálholtsdómkirkju þegar Morgunblaðsmenn komu þangað fyrr í þessari viku. Klukkurnar hringja inn helgar tíðir tvisvar á dag rúmhelga daga ársins, auk þess að hringja á helgum dögum.

Norðurlandaþjóðirnar gáfu klukkurnar í tilefni af vígslu kirkjunnar í júlí 1963 og eins til að minnast 900 ára afmælis biskupsstólsins á Hólum árið 1956. Svíar gáfu tvær klukkur en Danir, Finnar og Norðmenn eina hver þjóð.

Klukknaómurinn minnti á vinarkveðju fjögurra nágrannaþjóða þar til danska klukkan þagnaði árið 2002. Síðan hefur hún legið í molum á gólfinu meðan hinar hljóma. „Okkur vantar nýja klukku,“ segir séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, í umfjöllun um ástand kirkjunnar og klukkna hennar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert