„Sterk stelpa þorir að vera hún sjálf“

„Sterk stelpa þorir að taka frumkvæði. Sterk stelpa þorir að vera hún sjálf.“ mbl.is mun í dag og næstu daga birta myndbönd úr samkeppni þar sem þemað er Sterkar stelpur.

11 ára gamlar skátastelpur úr Segli í Breiðholti eru höfundar meðfylgjandi myndskeiðs undir þemanu Sterkar stelpur. Þær heita Aníta, Dagný, Elísabet, Fríða, Hildur, Ingveldur, Íris, Ísold, Lilja, Signý og Sigrún.

Sterkar stelpur - sterk samfélög, árvekniátak Þróunarsamvinnustofnunar og frjálsra félagasamtaka í þróunarsamvinnu, stendur nú yfir. Hluti af dagskránni er myndbandasamkeppni 18 ára og yngri í þemanu Sterkar stelpur. Bestu myndböndin verða birt á mbl.is í vikunni. Hægt er að senda inn myndbönd til 10. október á sterkarstelpur@gmail.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert