Vélin lenti heilu og höldnu

Herþotur í Keflavík.
Herþotur í Keflavík. Þórður Arnar Þórðarson

Herflugvélin, sem beint var til Keflavíkurflugvallar vegna bilunar í hreyfli, lenti heilu og höldnu í Keflavík klukkan 16.19. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu eftir að tilkynning barst frá flugstjórn um herflugvélina, sem var í fylgd tveggja annarra herflugvéla frá bandaríska flughernum.

Bilun var í öðrum af tveimur hreyflum herflugvélarinnar en þær voru staddar djúpt suður af landinu. Af þeim var vélinni beint til Keflavíkur þar sem hún lenti án vandræða. 

Um var að ræða eina eldsneytisflugvél af gerðinni KC135 og tvær F-18 orrustuþotur. Var það önnur F-18 orrustuþotanna sem var með bilaðan hreyfil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert