Ástaratlot á Þingvöllum

Hrygningartíminn hjá urriðum í Þingvallavatni stendur nú sem hæst. Í Öxará á sér stað mesta nýliðunin þótt fiskurinn hrygni líka á öðrum stöðum við vatnið. Golli, ljósmyndari mbl.is, náði skemmtilegum myndum af hrygningu hjá Þingvallaurriðum á dögunum. 

Fjallað er um Þingvallaurriðann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur hefur í nærri tvo áratugi stundað umfangsmiklar rannsóknir á urriða í vatninu.

Hann segir hægt að fylgjast með ferlinu í návígi á göngubrúm á svæðinu. Þó verði að fara gætilega til að styggja ekki fiskinn og raska ferlinu en mikið starf hefur verið unnið á undanförnum 20 árum í að hlúa að stofninum sem Jóhannes kallar konung ferskvatnsfiskanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert