100 rjúpur veiddar til rannsókna á Norðausturlandi

Karl Skírnisson sníkjudýrafræðingur og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson frá Náttúrustofu ryksuga …
Karl Skírnisson sníkjudýrafræðingur og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson frá Náttúrustofu ryksuga fjaðrir rjúpu.

Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum hafa staðið fyrir rannsóknum á heilbrigði og líkamsástandi rjúpunnar frá árinu 2006.

Veiðarnar fara fram í byrjun október ár hvert og eru því nýafstaðnar. Veiddar voru 100 rjúpur í rannsóknaskyni á Norðausturlandi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands og verkefnastjóri rannsóknarinnar, markmiðið vera að kanna hvort tengsl séu á milli heilbrigðis rjúpunnar og stofnbreytinga hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert