Björn Valur með 15 fyrirspurnir

Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG.
Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, lagði samtals fram fimmtán fyrirspurnir á Alþingi í gær samkvæmt vefsíðu þingsins þar sem óskað er eftir skriflegu svari frá ráðherrum við ýmsum málum en hann tók sæti á Alþingi 13. október í fjarveru Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns VG.

Flestar snúa fyrirspurnirnar að því hvort fyrirhugað sé að flytja höfuðstöðvar eða starfsstöðvar einhverra stofnana sem undir viðkomandi ráðherra heyra. Ef svarið við því sé jákvætt óskar varaþingmaðurinn eftir því að vita um hvaða starfsemi sé að ræða og hvert standi til að flytja hana. Er slík fyrirspurn send sérstaklega til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Björn spyr ennfremur Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hvort hann áformi að leita heimildar Alþingis til að selja Rás 2 Ríkisútvarpsins. Þrjár fyrirspurnir til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra snúast um fyrirhuguð aukin fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins (NATO), hvernig ná eigi því markmiði að skuldir ríkissjóðs verði 70% af vergri landsframleiðslu árið 2017 og hvort hann hafi í hyggju að rýmka heimildir fjármálafyrirtækja til kaupaukagreiðslna.

Björn Valur var áður þingmaður VG á árunum 2009-2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert