Tónlistarskólakennarar boða til fundar

Tónlistarskólakennarar efna til fundar í Kaldalóni í Hörpu klukkan 19.30 í kvöld. Ávörp flytja dr. Ágúst Einarsson prófessor, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og Sigrún Grendal, formaður FT.

Yfirskrift fundarins í kvöld er „Er tónlistin minna virði í dag?“

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fé­lags­manna í Fé­lagi tón­list­ar­skóla­kenn­ara (FT) samþykkti í atkvæðagreiðslu að efna til vinnu­stöðvun­ar á morgun, 22. október, náist ekki kjara­samn­ing­ur við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Á fundinum verða pallborðsumræður sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og foreldri tónlistarnemanda munu sitja.

Einnig verður flutt ýmiss konar tónlist á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert