Beita sér ekki fyrir sápum á RÚV

Þýska sápuóperan Ástareldur lýkur göngu sinni á RÚV í janúar …
Þýska sápuóperan Ástareldur lýkur göngu sinni á RÚV í janúar á næsta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvina Ríkisútvarpsins, gerir ekki ráð fyrir að sápuóperur, eða öllu heldur skortur á sápuóperum á dagskrá Ríkisútvarpsins, komi til kasta samtakanna.

mbl.is greindi frá því í gær að þýska sápuóperan Ástareldur (þ. Sturm der Liebe) sem segir frá ástum og afbrýði eigenda og starfsfólks á Hótel Fürstenhof í Bæjaralandi, lyki göngu sinni í janúar á næsta ári.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í samtali við mbl.is að ekki væri hægt að lofa því að efnið sem taki við af Ástareldi verði beinlínis sápuópera. 

Á Facebook-síðu samtakanna segir að Hollvinir Ríkisútvarpsins séu samtök áhugafólks um kraftmikið og skemmtilegt útvarp og að samtökin hafi verið virk frá árinu 2003.

Ekki hefur mikið farið fyrir samtökunum síðustu ár en þau verða formlega endurskipulögð á aðalfundi á næstunni.

Hér má sjá þátt af Ástareldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert