Hafa haldið Slægjufund í 118 ár

Þorlákur Páll Jónsson og Jóhann Böðvarsson, stýrðu fjöldasöng á samkomunni.
Þorlákur Páll Jónsson og Jóhann Böðvarsson, stýrðu fjöldasöng á samkomunni. mbl.is/Birkir Fanndal

Mývetningar fögnuðu vetri í dag eftir hádegi með Slægjufundi í Skjólbrekku. Slægjufundur, sem er fjölskyldufagnaður á fyrsta vetrardegi, hefur átt sinn fasta sess í lífi fólks hér nú að segja í 118 ár.

Dagskrá samkomunnar var fjölbreytt og á ábyrgð þeirra sem búa á milli Laxár og Eldár. Fjölmenni var á samkomunni og góð stemmning.

Í kvöld verður svo stórdansleikur í Skjólbrekku þar sem 76 Mafían mun sjá um fjörið.

Alsnjóa er í sveitinni og nokkur mengunarbræla í lofti. Mývatn fraus saman í fyrradag. Bændur hafa flestir tekið fé á hús.

Um þessar mundir eru 10 ár frá því Kísiliðjan hætti starfsemi, þungi atvinnulífs hefur síðan verið að færast yfir á ferðaþjónustuna, sem vex hratt þessi misserin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert