Mesta hraun síðan í Skaftáreldum

Nýja hraunið á ratsjá Gæslunnar.
Nýja hraunið á ratsjá Gæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Nornahraun er nú mesta hraun sem hefur komið upp á Íslandi síðan í Skaftáreldum 1783-1784,“ segir á facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Með Nornahrauni á Veðurstofan við hraunið sem streymt hefur úr eldgosinu í Holuhrauni.

Á meðfylgjandi mynd sést nýja hraunið á ratsjá Gæslunnar en flogið var yfir gosstöðvarnar með vísindamenn í gær. Á henni sést að hraunið er nú orðið 64,6 ferkílómetrar að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert