Viðræðum skurðlækna miðar ekki áfram

Tæplega 90 læknar eru í félaginu og falla allar skipulagðar …
Tæplega 90 læknar eru í félaginu og falla allar skipulagðar aðgerðir niður þá daga sem verkfallið stendur yfir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kjaraviðræðum skurðlækna miðar ekkert áfram og er formaður Skurðlæknafélags Íslands ekki bjartsýnn á að samningar náist áður en til boðaðra verkfallsaðgerða félagsins kemur nk. þriðjudag.

Síðast var fundað að í kjaradeilu félagsins við ríkið í gær. Aðspurður segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands, í samtali við mbl.is að fundurinn hafi verið stuttur og engar breytingar hafi orðið á fundinum.

Næsti fundur er á föstudag og segist Helgi Kjartan ekki vera bjartsýnn.

Tæplega 90 læknar eru í félaginu og falla allar skipulagðar aðgerðir niður þá daga sem verkfallið stendur yfir. Aðeins bráðatilvikum verður sinnt þessa daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert