Gáfu 500.921 krónu

Handboltakapparnir stilltu sér upp ásamt yngri köppum á Barnaspítalanum.
Handboltakapparnir stilltu sér upp ásamt yngri köppum á Barnaspítalanum. Þórður Arnar Þórðarson

Í morgun afhentu handknattleiksmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson Barnaspítala Hringsins 500.921 kr. 

Upphæðin safnaðir þegar þeir félagar fóru í hringferð á hjólum um landið og stoppuðu á þremur stöðum til að kenna krökkum handbolta. Hringferðin sú varð að umfjöllunarefni heimildarmyndarinnar Hringfararnir - Aron, Gaui og Bjöggi en sú var sýnd á Rúv síðastliðinn þriðjudag og þykir gefa einlæga innsýn í líf atvinnumanna í íþróttum og hvers virði það er að spila fyrir íslenska landsliðið. 

Myndin verður endursýnd sunnudaginn 2.nóvember.

Guðjón Valur Sigurðusson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson afhenda …
Guðjón Valur Sigurðusson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson afhenda Barnaspítala Hringsins 500.921kr. Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert