Biðin leggst þungt á aldraða

Margir bíða eftir hjúkrunarrými.
Margir bíða eftir hjúkrunarrými. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auðvelt er að meta framtíðarþörf í öldrunarþjónustu, en skortur er á langtímastefnumörkun í þessum málaflokki.

Þetta segir Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarþjónustu Sóltúns, en hún hélt í gær erindi á hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem bar yfirskriftina: Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér?

Þar var verið að vísa til þátttöku aðstandenda aldraðra í umönnun þeirra og hjúkrun sem er m.a. tilkomin vegna manneklu, en það þekkist vart í öðrum hlutum heilbrigðiskerfisins að aðstandendur sjúklinga vinni svona mikið við umönnun. Að sögn Önnu Birnu eru um 300 á biðlista eftir hjúkrunarrými í Reykjavík, þar af dvelja 60-80 á Landspítalanum á hinum ýmsu deildum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert