Framkvæmdir við nýjan Landspítala hefjast á kjörtímabilinu

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir við nýjan Landspítala ættu að hefjast á þessu kjörtímabili.

„Ég skal ekki segja nákvæmlega hvenær okkar áætlanir muni birtast. En ég tel vel raunhæft, meðal annars í ljósi batnandi afkomu ríkissjóðs, við sjáum það í arði af fjármálastarfsemi í landinu, við sjáum það í álagningu lögaðila og einstaklinga. Þess vegna segi ég það hér í dag, að það er raunhæft og við ætlum að láta til skarar skríða, með að hefja framkvæmdir á þessu kjörtímabili,” sagði Bjarni, spurður um hvort ríkisstjórnin myndi leggja fram áætlun um byggingu nýs spítala á næsta ári. 

Bjarni sagði einnig að hann væri bjartsýnn á afnám gjaldeyrishafta, og að styrkir til landbúnaðarins væru of háir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert