Meðalkostnaður á barn 37 þúsund

Alls hafa tæplega 33 þúsund börn og unglingar nýtt sér samning um gjaldfrjálsar tannlækningar frá því í maí í fyrra. Meðalkostnaður við barn er 37 þúsund krónur og hefur kostnaðurinn við samninginn farið 100 milljónir fram úr áætlunum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Guðbjarts Hannessonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, á Alþingi.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands var meðalkostnaður á hvert barn eða ungling sem hefur nýtt sér tannlæknaþjónustu samkvæmt samningnum 37.273 kr. 9. október 2014. Kostnaður við samninginn um tannlækningar barna hefur reynst um 100 milljón kr. meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, segir í svarinu en á tímabilinu 15. maí 2013 til 15. október 2014 hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greitt tannlæknakostnað fyrir 32.614 börn samkvæmt samningnum.

 Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hafa samtals 268 tannlæknar skráð sig til þátttöku í samningnum. Tólf þeirra hafa starfsstöðvar á tveimur stöðum og einn á þremur stöðum. Meiri hluti tannlækna starfar á höfuðborgarsvæðinu, eða rúm 77%.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert