Nálgast eldgosið í Surtsey

Nýja hraunið í Holuhrauni er orðið ríflega 65 ferkílómetrar.
Nýja hraunið í Holuhrauni er orðið ríflega 65 ferkílómetrar. mbl.is/RAX

Haldi fram sem horfir mun jafn mikil hraunkvika hafa streymt úr Holuhrauni um næstu áramót og þegar Surtsey reis úr sæ árið 1963.

Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og bendir á að nú hafi runnið 0,6 rúmkílómetrar af kviku úr Holuhrauni, borið saman við 1 rúmkílómetra af bergkviku sem streymdi í neðansjávareldgosinu. Hún hafi þó aðallega orðið að ösku, þegar kvikan blandaðist við sjó.

„Það hefur ekki orðið jafn stórt gos síðan 1963. Gosið í Holuhrauni er orðið stórt. Það má segja að hraunið sé eins og nýr múrsteinn í byggingu Íslands. Ef farið er um Austfirði eða Vestfirði má sjá blágrýtismyndanir og lárétt lög í fjöllunum. Þarna er komið eitt slíkt lag,“ segir Haraldur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert