Þingmenn spyrja og spyrja

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Ómar Óskarsson

Fyrirspurnum á Alþingi hefur fjölgað gríðarlega á yfirstandandi þingi. Hafa þingmenn nú borið upp 177 fyrirspurnir frá þingsetningu í október, en á sama tíma í fyrra höfðu borist 47, sem er í samræmi við fjöldann á síðustu fimm löggjafarþingum. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þróunina athyglisverða, en engin sérstök skýring á þessari aukningu sé sjáanleg. „Fyrirspurnir eins og þessar eru auðvitað mikilvægt tæki sem liður í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Þetta er hins vegar rúmlega þreföldun á þeim fjölda sem við höfum séð á síðustu árum.“

Einar segir aukinn fjölda fyrirspurna leiða til aukins álags á stjórnsýsluna. Því sé það athyglisvert að svör við fyrirspurnunum séu þegar orðin 81 það sem af er þingi og er það töluvert meira en undanfarin ár. „Mér sýnist stjórnarráðið hafa brugðist mjög vel við þessu aukna álagi. En auðvitað leiðir þessi aukning til þess að ráðuneytin eru í vandræðum með að svara þessum fyrirspurnum innan tilsettra tímamarka,“ segir Einar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert