Krefjast betra samfélags

Íbúar, kennarar og nemendur í Hólahverfi í Breiðholti fóru í kröfugöngu í morgun í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er á morgun. „Stöðvum einelti“ stóð m.a. á spjöldum sem börnin héldu á. Hópurinn krafðist betra samfélags.

Gengið var frá Hólabrekkuskóla og tóku nemendur hans sem og nemendur á leikskólunum Hólaborg, Hraunborg og Suðurborg einnig þátt í göngunni.

Hólabrekkuskóli vinnur eftir eineltisáætlun Olweusar en þar eru hlutverk gerenda, þolanda og verndara mjög vel útskýrð. Græni liturinn er tákn verndarans í eineltisaðstæðum og því voru margir grænklæddir í göngunni í morgun.

Vinavika Hólabrekkuskóla er nú í fullum gangi en meðal verkefna er að vinna að því að sporna gegn einelti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert