Prófessorar boða til verkfalls

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Ómar Óskarsson

Félag prófessora við ríkisháskóla hefur boðað til verkfalls 1.-15. desember næstkomandi. Niðurstaðan er bindandi og því er ljóst að prófessorar fara í verkfall náist samningar ekki fyrir 1. desember.

Yfir 77% félagsmanna tóku þátt í kosningunni og yfir 80% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Atkvæðagreiðslu hjá félaginu lauk klukkan 13 í gær, en niðurstaðan sem varð ljós nú um hádegi, verður kynnt viðsemjendum í dag.

Rúm­lega þrjú hundruð virk­ir fé­lags­menn eru í Fé­lagi pró­fess­ora við rík­is­há­skóla.

Fé­lagið hef­ur verið með lausa samn­inga frá því í mars og að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns félagsins, hef­ur samn­inga­nefnd­in ít­rekað beðið um viðbrögð við kröf­u­atriðum fé­lags­ins en án ár­ang­urs. Fá­ist þau ekki sé erfitt að semja um kaup og kjör.

Rúnar segir mikla samstöðu um aðgerðirnar hjá prófessorum, en hann segist þó vona að gengið verði til samninga áður en til verkfalls kemur. 

Félagið mun funda með samninganefnd ríkisins á föstudag.

Rúnar sagði í samtali við mbl.is í gær að það hefði gríðarleg áhrif á nemendur ef til verkfalls kæmi. „Þá munu öll próf í nám­skeiðum þar sem pró­fess­or kem­ur að ein­hverju leyti að náms­mati eða er um­sjón­ar­maður nám­skeiðsins falla niður eða frest­ast. Þetta er mjög víðtækt og á all­an hátt staða sem við vilj­um ekki vera í.“

„Staða sem við viljum ekki vera í“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert