Margrét er himnasending

Forseti Íslands og Margrét við athöfnina í dag.
Forseti Íslands og Margrét við athöfnina í dag. mbl.is/Golli

Nýr verndari Fjölskylduhjálpar Íslands er Margrét Hrafnsdóttir og var það tilkynnt við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í dag. Í dag voru jafnframt fyrirtæki verðlaunuð sem hafa styrkt Fjölskylduhjálp með einum eða öðrum hætti. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir Margréti vera himnasendingu fyrir samtökin.

„Í september í fyrra hafði Margrét samband við okkur en þegar hún gekk í hjónaband bað hún gesti sína um að leggja fjárframlög inn á Fjölskylduhjáp Íslands og margir hverjir gerðu það. Í framhaldinu jókst vinskapurinn og við báðum Margréti um að verða verndarinn okkar því að það var stórt verkefni framundan,“ segir Ásgerður Jóna í samtali við mbl.is.

Þetta stóra verkefni er Íslandsforeldri en það snýst um að safna pening í sérstakan sjóð fyrir barnafjölskyldur. „Síðustu ár hefur okkar helsta vandamáli verið að við erum kannski ekki að gefa hollasta matinn því fjöldinn er svo mikill,“ segir Ásgerður. „Hugmyndin á bakvið Íslandsforeldri er að safna í sérstakan sjóð þar sem gerir okkur kleift að kaupa fisk, kjöt, grænmeti, ávexti og lýsi og reyna að koma þessari matvöru til barnafjölskyldna.“

Ásgerður segir að dagskráin í dag hafi verið yndisleg og mjög hátíðleg. „Þarna voru mörg fyrirtæki verðlaunuð sem hafa stutt okkur síðan við opnuðum fyrir ellefu árum síðan.“

Í fyrsta skipti mun Fjölskylduhjálp Íslands starfa á fjórum stöðum fyrir þessi jól. Reykvíkingar geta sótt aðstoð í Iðufelli 14, Kópavogsbúar í Hamraborg 9, Hafnfirðingar að Strandgötu 24 og Suðurnesjamenn að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. 

Er þetta í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp starfar í Kópavogi og Hafnafirði en hún hefur síðustu fimm ár starfað í Reykjanesbæ fyrir jólin samhliða í Breiðholtinu. Ásgerður segir með þessu sé Fjölskylduhjálp Íslands að færa þjónustuna nær þeim sem hana þurfa og létta á viðskiptavinum sínum. 

„Það er alveg sama hversu stórt húsnæði við höfum. Það skapast alltaf ákveðin örvænting hjá fólki í desember. Við erum kannski með 3-4 starfsstöðvar á hverjum stað, ein er matur, ein er gosdrykkir, ein er með jólapakka jólapakkar og svo er sælgætið. Þannig fá allir það sem hentar hverjum og einum. En það er alveg sama hvað við erum á stórum stöðum þetta gengur ekki upp ef við erum með mörg sveitarfélög,“ segir Ásgerður. „Svona verður miklu rólegra yfir.“

Að sögn Ásgerðar er Margrét nú verndari Fjölskylduhjálpar og Íslandsforeldris. Verður hún samtökunum innan handar og ákveðið andlit. 

„Hún er himnasending til okkar. Hún er mjög frjó og skapandi og við erum afskaplega þakklátar að vera komin með hana í okkar lið,“ segir Ásgerður að lokum. 

Vefur Fjölskylduhjálpar Íslands. 

Hluti af hópnum í Ráðhúsinu í dag.
Hluti af hópnum í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Ráðist á barnshafandi konu í Sandgerði

17:44 Ráðist var á þungaða konu í Sandgerði nú undir kvöld en gerandinn ók ölvaður af vettvangi.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...