Margrét er himnasending

Forseti Íslands og Margrét við athöfnina í dag.
Forseti Íslands og Margrét við athöfnina í dag. mbl.is/Golli

Nýr verndari Fjölskylduhjálpar Íslands er Margrét Hrafnsdóttir og var það tilkynnt við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu í dag. Í dag voru jafnframt fyrirtæki verðlaunuð sem hafa styrkt Fjölskylduhjálp með einum eða öðrum hætti. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir Margréti vera himnasendingu fyrir samtökin.

„Í september í fyrra hafði Margrét samband við okkur en þegar hún gekk í hjónaband bað hún gesti sína um að leggja fjárframlög inn á Fjölskylduhjáp Íslands og margir hverjir gerðu það. Í framhaldinu jókst vinskapurinn og við báðum Margréti um að verða verndarinn okkar því að það var stórt verkefni framundan,“ segir Ásgerður Jóna í samtali við mbl.is.

Þetta stóra verkefni er Íslandsforeldri en það snýst um að safna pening í sérstakan sjóð fyrir barnafjölskyldur. „Síðustu ár hefur okkar helsta vandamáli verið að við erum kannski ekki að gefa hollasta matinn því fjöldinn er svo mikill,“ segir Ásgerður. „Hugmyndin á bakvið Íslandsforeldri er að safna í sérstakan sjóð þar sem gerir okkur kleift að kaupa fisk, kjöt, grænmeti, ávexti og lýsi og reyna að koma þessari matvöru til barnafjölskyldna.“

Ásgerður segir að dagskráin í dag hafi verið yndisleg og mjög hátíðleg. „Þarna voru mörg fyrirtæki verðlaunuð sem hafa stutt okkur síðan við opnuðum fyrir ellefu árum síðan.“

Í fyrsta skipti mun Fjölskylduhjálp Íslands starfa á fjórum stöðum fyrir þessi jól. Reykvíkingar geta sótt aðstoð í Iðufelli 14, Kópavogsbúar í Hamraborg 9, Hafnfirðingar að Strandgötu 24 og Suðurnesjamenn að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. 

Er þetta í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp starfar í Kópavogi og Hafnafirði en hún hefur síðustu fimm ár starfað í Reykjanesbæ fyrir jólin samhliða í Breiðholtinu. Ásgerður segir með þessu sé Fjölskylduhjálp Íslands að færa þjónustuna nær þeim sem hana þurfa og létta á viðskiptavinum sínum. 

„Það er alveg sama hversu stórt húsnæði við höfum. Það skapast alltaf ákveðin örvænting hjá fólki í desember. Við erum kannski með 3-4 starfsstöðvar á hverjum stað, ein er matur, ein er gosdrykkir, ein er með jólapakka jólapakkar og svo er sælgætið. Þannig fá allir það sem hentar hverjum og einum. En það er alveg sama hvað við erum á stórum stöðum þetta gengur ekki upp ef við erum með mörg sveitarfélög,“ segir Ásgerður. „Svona verður miklu rólegra yfir.“

Að sögn Ásgerðar er Margrét nú verndari Fjölskylduhjálpar og Íslandsforeldris. Verður hún samtökunum innan handar og ákveðið andlit. 

„Hún er himnasending til okkar. Hún er mjög frjó og skapandi og við erum afskaplega þakklátar að vera komin með hana í okkar lið,“ segir Ásgerður að lokum. 

Vefur Fjölskylduhjálpar Íslands. 

Hluti af hópnum í Ráðhúsinu í dag.
Hluti af hópnum í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...